24.12.2015 13:09

 

24.12.2015 12:46

Þorláksmessukvöld í Hólakaupum.

Eigendur Hólabúðar hér á Reykhólum hafa haldið uppi jólaandanum hér í þorpinu, búðin skreitt eins og engin sé morgundagurinn, jólaskapið alltaf með í för, og viðskiptavinir njóta góðs af. Á Þorláksmessukvöld í búðini var frábært þar sem vertarnir buðu upp á allskonar góðgæti sem skolað var niður með jólaglögginu, alldeilis flott framtak í lítilli búð. Nokkrar myndir fylgja með ;)

Og að lokum Reynir og Ása eigendur Hólabúðar.

 

08.10.2015 18:31

Þetta skildi þó ekki vera umrætt skeyti.

Eins og fram kemur í færslunni hér á undan urðu breitingar á stærð bátsins á smíðatíma, Vinur EA fór úr að miðlungs trilla í 9 tonna dekkbát, allt vegna Nóa gamla, en á undan segir,

"Spanntarnir voru þegnir af Nóa og smíði á þriggja til fjögurra tonna trillu hófst í nóvember 1960. Er kjölur var lagður og stefni reist var Nói fenginn til að yfirlíta verkið. Gekk karlinn réttsælis og rangsælis í kringum smíðina, spýtti brúnum tóbakslegi og sagði. 
"Þetta er alltof lítill bátur í svona stóru húsi. Við verðum að splæsa við kjölinn bræður." 

Ég fór og skoðaði kjölinn á bátnum og viti menn, þar er skeyti dálítið aftan við miðjan bát. Það skildi þó ekki vera samsetninginn hans Nóa.

Eftir að báturinn kom hingað til Reykhóla og ég búinn að vera í sambandi við Árna Björn Árnasson aba.is út af honum talaði hann við Gunnlaug Traustasson, annan þeirra sem smíðaði bátinn til að forvitnast um það hvort mögulega væru til smíðateikningar af bátnum, og svarið var skemmtilegt, gefum Árna orðið,

"

Varðandi teikningar af bátnum þá var aðeins miðbandið teiknað og það gerði Níels Kruger, skipasmiður sem þá vann hjá Nóa gamla.

Spurði Gulla hvort stýrishúsið hefði ekki verið rissað upp. Svo var ekki. Allt upp úr vömbinni annað en miðbandið.

Maður í minni heimabyggð var að því spurður hvort hann vildi ekki nota hallamál við það sem hann var að smíða.

Nei, ég tek þetta bara eftir handauganu, svaraði sá gamli.

Með öðrum orðum þá er Vinur smíðaður eftir handauganu og þá list verður þú að temja þér.

 

Bestu kveðjur. Árni Björn.

06.10.2015 18:02

Vinur EA 80

 

 

 
Bátaverkskæði Gunnlaugs og Trausta sf. var stofnað á Akureyri 1959 af þeim Gunn­laugi Trausta­syni fæddum 1937 og Trausta Adamssyni fæddum 1934. 
Við stofnun fyrirtækisins var ekki horft til skipasmíða heldur til nýsmíði húsa og þeirrar trésmíðavinnu sem bjóðast kynni á komandi árum. 
Trausti var á þessum tíma kominn með meistararéttindi í húsasmíðum en Gunnlaugur var lærður húsgagnasmiður. 
Áður en áhugi fyrir bátasmíði kviknaði þá voru þeir félagar búnir að reisa nokkur einbýlishús auk þess að sinna annarri tilfallandi smíðavinnu.

 

Það sem hratt bátasmíðinni af stað var löngun þeirra beggja til sjósóknar.                        
Ætlun þeirra var þó engan vegin bundin því að gera sjómennskuna að ævistarfi en á móti smá ævintýrum hafði hvorugur þeirra. 
Fyrsta bátinn byggðu þeir í bragga, sem þeir höfðu til umráða á Oddeyrinni.
Staðsetning braggans var skammt frá skipasmíðastöð Kristjáns Nóa Kristjánssonar þar sem Niðursuðuverksmiðja K. Jónsson hf. seinna reis. 
Áður en ráðist var til framkvæmda við bátasmíðarnar þá  leituðu þeir á náðir Nóa, bátasmiðs, sem svo var kallaður, og föluðust eftir teikningum að fyrirhugaðri smíði. Nói horfði á þá stundarkorn, velti vöngum, benti á höfuð sér og sagði. "Þær eru geymdar þarna bróðir en spannta ætti ég að geta lánað ykkur". Í þessa veru hófst samvinna þeirra félaga við þennan aldna skipasmið, sem er þarna var komið hafði hálfan tug um sextugt. 
   Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að Nói kallaði viðmælendur sína oftar en ekki bróður og hlutum gaf hann oft hin furðulegust nöfn. Þá félaga kallaði hann aldrei annað en fyglingana sín, sem var mikið hrósyrði í hans munni því að fyglinga kvað hann vera ofurhuga, sem sigu í björg til eggja. 
Spanntarnir voru þegnir af Nóa og smíði á þriggja til fjögurra tonna trillu hófst í nóvember 1960. Er kjölur var lagður og stefni reist var Nói fenginn til að yfirlíta verkið. Gekk karlinn réttsælis og rangsælis í kringum smíðina, spýtti brúnum tóbakslegi og sagði. 
"Þetta er alltof lítill bátur í svona stóru húsi. Við verðum að splæsa við kjölinn bræður." 
Ekki voru hafðar uppi neinar mótbárur við þessu álit Nóa og lengingu snarlega skotið inn í kjölinn. Úr var súðbyrtur níu tonn þilfarsbátur, sem var langt umfram áætlaða smíði á miðlungs stórri opinni trillu.
Smíðin á bátnum tók nokkra mánuði og var vinnan framkvæmd að langmestum hluta utan hefðbundins vinnutíma. Unnið var á kvöldin eftir að hefðbundnum vinnutíma lauk, um helgar og oftar en ekki langt fram á nætur enda stóðu að verki ungir, hraustir og harðduglegir menn. 
Í jómfrúarferð sína fór báturinn 17. júní 1961 og reyndist í alla staði vel. Nói var ánægður með smíði þeirra félaga og orðaði það á þessa leið. "Það heggur nærri bróðir að ég hefði betur gert". 
Vinur EA 80   Skrán,nr 899 Fyrsti bátur þeirra.

 

Stærð: 9,00 brl. Smíðaár 1961. Fura og eik. 
Súðbyrðingur. Þilfarsbátur. Vél 60 ha. Lister.
Aðalmál bátsins eru: Lengd 10.69 metrar, breidd 3.37 metrar og dýpt 1.16 metrar. 
Svo að ekki fari á milli mála um tilurð bátsins þá var Vinur EA-80 í fyrstu hugsaður sem meðalstór opin trilla en eftir að Nói, bátasmiður lagði til að splæst yrði við kjölinn og hann í framhaldi þess lengdur þá varð útkoman rúmlega níu brúttólesta dekkbátur. 
Báturinn var í upphafi skráður á Gunnlaug Traustason og Trausta Adamsson, sem stunduðu handfæraveiðar á honum fyrsta sumarið eftir að hann var sjósettur. 
Haustið 1961 var báturinn seldur Sameignarfélaginu Vini sf., en að því stóðu Sverrir Sveinbjörnsson og Valdimar Óskarsson á Dalvík, og átti fyrirtækið bátinn í ellefu ár. 
Þess ber að geta að báturinn var ekki í fullri notkun á þessu tímabili þar sem Sverrir eignaðist Faxa EA-11 ásamt öðrum mönnun á Dalvík um 1963. 
Á Dalvík hélt báturinn sínu upprunalega nafni eða Vinur EA-80. 
Frá Vini sf. fór báturinn árið 1972 til Jóhannesar Jónssonar Dalvík og fékk þá nafnið Bjarmi EA-760. 
Næsta heimahöfn var á Arnarstapa en þangað fór hann 1986 og fékk þá nafnið Bjarmi SH-207. 
Árið 1990 fór báturinn á Rif Snæfellsnesi og hét þar Bjarni SH-207.
Báturinn hét Bjarni SH-207 er hann var afskráður 18 júní 1993 og gefinn Byggðasafninu á Akranesi þar sem hann var gerður upp 1994. 
Báturinn var til sýnis á "Safnasvæði Akraness" undir nafninu Bjarmi SH-207. en er nú kominn til Reykhóla undir verndarvæng síðuhaldara.
Athugasemdir.
Hjá Siglingastofnun er skipasmiður sagður vera Kristján Nói Kristjánsson, sem er ekki rétt þar sem þetta er fyrsti báturinn sem Gunnlaugur Traustason og Trausti Adamsson smíðuðu saman í bragga við hliðina á Skipasmíðastöð Nóa Kristjánssonar.
Tilsjón Nóa með smíðinni hefur nokkuð örugglega orsakað þessa skráningu enda hvorugur þeirra, sem smíðina framkvæmdu, komnir með skipasmíðaréttindi á þessum tíma.

Upplýsingar fengnar af síðu Árna Björns Árnasonar aba.is

Séð ofan í lúkar.

séð í lest.

úr stýrishúsi

Gamli Lister

séð aftur eftir

séð fram eftir

 

 

03.10.2015 15:10

Bílarnir losaðir í dag.

Draupnir á flugi á leið í stæði.

Kominn við hlið bróður síns, Draupnir, Farsæll.
Bjarmi tekur flugið á leið í stæði, meira um hann seinna.

 

02.10.2015 17:11

Enn bætist í bátasafnið okkar.

Núna seinnipartinn í dag kom Gunnbjörn óli Jóhannson verktaki frá Kinnastöðum í Reykhólasveit (Kolur ehf) með tvo báta hingað til Reykhóla,  en sem kunnugt er flutti hann líka bátavélasafnið hingað frá Akureiri. Bátarnir sem um ræðir eru að koma frá safninu að Görðum á Akranesi til varðveislu hér. 

 

Draupnir BA 40. ( Sá sægræni)  Opinn vélbátur smíðaður af Aðalsteini Aðalsteinssyni í Hvallátrum á Breiðafirði árið 1959-60. Þetta er skarsúðaður bátur úr eik og furu, með eina siglu. Framhlutinn er lotað stefni en afturhlutinn skutbjúgur. Aðalmál hans eru: lengd 10.67 metrar, breidd 3.55 metrar, dýpt 1.52 metrar og hann er 10.41 brl. Báturinn var tekinn af skrá árið 1976 vegna endurbóta en settur aftur á skrá árið 1980. Síðasti eigandi bátsins var Skúli Aðalsteinsson, Neskaupstað og gaf hann Byggðasafninu í Görðum bátinn til varðveislu árið 1995. Báturinn verður nú í varðveislu Báta og hlunnindasíningarinnar. (Bátasafn breyðafjarðrar)

 

Draupnir BA 40

Draupnir BA 40

Bjarmi SH 207

Súðbyrtur og hekkbyggður furu- og eikarþilfarsbátur, smíðaður árið 1961 af Kristjáni Nóa Kristjánssyni bátasmiði á Akureyri. Báturinn hét upphaflega Vinur EA 80, en síðan Bjarmi EA 760, og síðast Bjarni SH 207. Hann var gerður út frá Dalvík árin 1961-1983 og síðan frá Akureyri og Rifi. Aðalmál bátsins eru: lengd 10.69 metrar, breidd 3.37 metrar, dýpt 1.16 metrar og hann er 9.06 brl. Hann var afskráður og gefinn Byggðasafninu í Görðum árið 1993 þar sem gert var við hann sumarið 1994. Bjarmi verður hér eftir í varðveislu síðuhaldara, Hjalta Hafþórssonar.

 

Bjarmi SH 207

 

02.10.2015 11:06

Selma Húsavík

Selma, Húsavík, var smíðuð um 1954 af Jóhanni Sigvaldasyni.  Maggi og Toni Bjarnasynir áttu bátinn og þá bar hann nafnið Bjarni Þórðar.  Kristján Óskarsson átti bátinn og rámaði í að Hallmar Helgason hafi átt bátinn og hann hafi keypt af honum bátinn.  Næsti eigandi á eftir Kristjáni Óskarssyni var Guðlaugur Laufdal Aðalsteinsson.  Næsti eigandi var Jón Heiðar Steinþórsson, þegar hann keypti bátinn þá hét hann Njörður.  Segja má að Sigmar Mikaelsson hafi eignast hlut í bátnum er hann setti nýja vél í bátinn árið 1992-93 það var Sabb vél.

Núverandi eigendur eru bræðurnir Þráinn og Ölvar Þráinssynir.  Þeir eignuðust bátinn 1998.  Þeir endursmíðuðu gólfið í bátnum og klæddu það með riffluðu áli.  Vélin er SABB 6-8 hestöfl, árgerð 1963.  Slær ekki feilpúst segir Þráinn.

 


Selma í Húsavíkurhöfn 05. ágúst 2004

25.09.2015 17:18

Víkingaskip Niflunga í niðurníðslu.

Fyrstu viðbrögð við færsluni hjá mér um skip Sigurðar fáfnisbana sem ég setti hér inn í dag eru  komin. Það var stórvinur minn Hlynur Þór Magnússon sem sendi á mig vefslóð um skipið, nokkrar vefslóðir fylgdu skömmu seinna sem ég er að fara í gegnum núna. 

Í greinini hér að ofan kemur fram að báturinn er í Vestmannaeyjum í niðurníðslu innan um aðra báta, hvert fór hann svo??

Greinin er úr Vísi 10/11 1966. 

25.09.2015 12:21

Skip Sigurðar Fáfnisbana.

Síðla sumarsins 1966, luku þeir hjá Skipasmíðastöð Njarðvikur að smíða skip sem að mig minnir átti að nota í kvikmynd um Sigurð fáfnisbana. Eftir þá notkun minnir mig að skipið hafi verið flutt á eitthvert vatnið þar sem það átti að notast. 
 

Þetta kenur fram á skipasíðu Emils Páls þann 29/1 2012. Eftir samtal við Emil í dag sagði hann mér af því að hann vissi ekkert um örlög þessa skips, hélt þó að hann hefði verið fluttua á eitthvað vatn og átti að þjóna einhverju hlutverki þar. Með góðfúsu leyfi hans birti ég þessar myndir hér og spyr ykkur lesendur góðir hvort þið hafið einhverja hugmynd um það hvar þetta skip dagaði uppi og hhver örlög þess urðu. 

Það ætti að vera frekar erfitt að tína skipi af þessari stærð, svo vonandi getur einhver frætt mig um hvert það fór?  eru til einhverjar leifar af því ? hvar eru þær núna ? var því eitt ? bara eitthvað!!!! Einnig langar mig um að byðja ykkur sem þetta lesið um að dreifa þeissu eins víða og þið getið á samfélagsmiðlum með von um að einhver svör fáist um þetta glæsilega skip. Hægt er að ná mér í síma 861-3629 eða artser@simnet.is

Emil Páll þakka fyrir leyfið á myndbirtinguni, kveðjur frá Reykhólum.
      Skip Sigurðar Fáfnisbana, hjá Skipasmíðastöð Njarðvikur, síðla sumars 1966. Vönduð smíði að sjá © myndir af Fb síðu SN

 


 


 

 

 

 

 

 

         Skip Sigurðar Fáfnisbana, sem smíðað var í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, síðla sumars 1966, hér komið á flot © myndir Axel Friðriksson

24.09.2015 12:27

þreyttir.


1237. Una SU 89 Sandgerði 12. apríl 2008

1237. Una SU 89 var smíðaður á Akureyri 1972 út eik. 16 brl. 163 ha. Scania Vabis díessel vél.

Eig. Páll Þorsteinsson, Karl Hólm og Ingi Friðbjörnsson, Sauðárkróki frá 5. júní 1972. Heitir Sunna SK 14.  Báturinn var seldur 2. nóvember 1972 Óla Ægi Þorsteinssyni, Þórshöfn, Langanesi, báturinn heitir Litlanes ÞH 52.  Seldur 10. febrúar 1976 Hallsteini Friðþjófssyni, Vífli Friðþjófssyni, Aðalsteinni Eianrssyni og Guðröði Eiríkssyni, Seyðisfirði, báturinn heitir Litlanes NS 51.  1984 var sett í bátinn 118 ha. Scania Vabis díesel vél.  Seldur 6. mars 1987 Birgi Björnssyni og Guðmundi Sigurðssyni, Hornafirði, báturinn hét Litlanes SF 5.  Seldur í október 1989 Dagbjarti Jónssyni, Víðigerði Vestur-Húnavatnssýslu, Heitir Jón Kjartansson HU 27.  Seinna var skráður eigandi Æður hf. útgerð, Víðigerði. Seldur 22. júlí 1993 Hofsnesi hf. Djúpavogi, hét Bragi SU 274.  Frá 6. apríl 1994 er skráður eigandi Hofsnes hf, Garði.  Báturinn heitir Bragi GK 274.  Frá 12. september 1995 er skráður eiganid Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, Keflavík.  Báturinn heitir Leynir GK 8, skráður í Garði.  Seldur 29. maí 1996 Eiði Þór Gylfasyni, Eskifirði, hét Leynir SU 89.  Frá 17. apríl 1997 heitir báturinn Una SU 89, sami eigandi.  Hann er skráður á Eskifirði 1997.

Þann 28. janúar 2008 sökk báturinn í Sandgerðishöfn og hafði þá legið í höfninni í 4 ár og taldist til svokallaðra óreiðubáta.  Þegar ég myndaði bátinn 12. apríl 2008 lá hann upp við grjótgarðinn á bryggjunni í Sandgerði.
Nöfn: Sunna SK14, Litlanes ÞH52, Litlanes NS51, Litlanes SF, Jón Kjartan HU, Bragi SU, Bragi GK, Leynir GK, Leynir SU og loks Una SU89.

Heimildir:
Rannsóknarnefnd sjóslysa, http://www.rns.is/
Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar - http://skipamyndir.123.is/blog/record/199387/

Íslensk skip, bók 3, bls. 217-218, Sunna SK 14.

Íslensk skip, bók 5, bls. 170, Sunna SK 14.


 


1232. Gunnhildur ST 29.  Sandgerði 12. apríl 2008

1232. Gunnhildur ST 29 var smíðaður í Vestmannaeyjum árið 1972. Eik og fura. 15 brl. 153 ha. Scania Vabis díesel vél.  

Eigandi Guðmundur Halldórsson, Drangsnesi, frá 26. maí 1972.  Báturinn var seldur 29. október 1988 Birgi Karli Guðmundssyni, Dragnseni, heitir Gunnhildur ST 29.  Báturinn er skráður á Drangsnesi 1997.

Þessi var nú orðin vel þreyttur þegar ég myndaði hann 12. apríl 2008.  Þann 07.desember 2009 segir Emil Páll að þessi hafi verið mulin niður á hafnargarðinum í Sandgerði.  Hvenær það gerðist veit ég ekki og líklega hafa fleiri bátar verið muldir niður þá.

Heimildir:
Heimasíða Bátar og skip - http://batarogskip.123.is/blog/record/418752/
Rannsóknarnefnd sjóslysa, http://www.rns.is/

Heimasíða Emils Páls

Íslenski skip, bók 4, bls. 10, Gunnhildur ST 29

Íslensk skip, bók 5, bls. 172, Gunnhildur ST 29


 


1294. Hafrós KE2 Sandgerði 12. apríl 2008

1294. Hafrós KE 2 var smíðaður hjá Bátalóni hf í Hafnarfirði árið 1973. Eik og fura.  11 brl. 120 ha. Powa Maríne díesel vél. Hét Sæljómi GK 150. 

Eigandi Grétar Ólafur Jónsson, Hafnarfirði, Kristinn Guðnason, Reykjavík og Grétar Pálsson, Hafnarfirði frá 6. febrúar 1973.  12. febrúar 1980 var nafi bátsins breytt, heitir þá Ljómi GK 150, sömu eigendur og áður.  5. mars 1981 var báturinn skráður í Sandgerði, sömu eigendur.  Báturinn er skráður í Sandgerði 1988.

Báturinn var afskráður 1998, fór aftur á skrá 1999 en afskráður sem fiskibátur 2006.  Sökk við bryggjuna í Sandgerði 25. október 2007.
Nöfn: Sæljómi GK 150, Ljómi GK 150, Sæljómi GK 150, Far GK 147, Far KE 2 og loks Hafrós KE 2.

Heimildir:
Rannsóknarnefnd sjóslysa, http://www.rns.is/
Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar - http://skipamyndir.123.is/blog/record/199387/

Íslensk skip, bók nr. 1, bls. 234, Sæljómi GK 150.


 


1390. Jón Guðmundsson ÍS 75 Sandgerði 12. apríl 2008

1390. Jón Guðmundsson ÍS 75 var smíðaður hjá Bátalóni í Hafnarfirði árið 1973.  Hlaut nafnið Vopni NS 65.  Eik og fura.  11 brl. 118 ha. GM dísel vél.

Eigandi Vopni hf, Vopnafirði frá 9. ágúst 1974.  Báturinn ar seldur 15. febrúar 1983 Magnúsi Ingimundarsyni, Suðureyri, Súgandafirði, báturinn heitir Jón Guðmundsson ÍS 75 og er skráður á Surðueyri 1988.

12. apríl 2008 tók ég myndir af bátnum þar sem hann stóð á bryggjunni í Sandgerði þá orðin nokkuð þreyttur.  Báturinn afskráður þann 18. mars 2008 og afmáður skv. 15. gr. l. 115/1985.Heimildir:
Sax.is - skipaskrá
Gunnar Th. sjá skrifað álit.

Íslensk skip, bók nr. 2, bls. 206, Vopni NS 65.
 


1249. Sigurvin GK 51, Njarðvíkurslippur 12. apríl 2008

1249. Sigurvin GK 51 var smíðaður 1972 hjá Trésmíðju Austurlands hf. á Fáskrúðsfirði.  Eik og fura.  17 brl. 150 Klevin díesel vél.

Eigendur Hermann Steinsson og Kristján Stefánsson Fáskrúðsfirði frá 28. júlí 1972.  Seldur 23. september 1974 Auðunni Karlssyni og Samúel Kristjánssyni, Súðavík, báturinn hét Sigurborg í Dal ÍS 83.  Seldur 5. júlí 1977 álftaveri hf, Súðavík.  Seldur 18. febrúar 1983 Þorgrími hf og Álftaveri hf, Súðavík.  11. janúar 1985 var nafi bátsins breytt, heitir Svanborg 'IS 83.  Seldur 15. maí 1987 Guðmundi Guðmundssyni, Lárusi Guðmundssyni og Ólafi Guðmundssyni, Grundarfirði, báturinn heitir Lárberg SH 275 og er skráður á Grundarfirði 1988.

Seldur til Noregs 30. nóvember 1995 en stóð enn í Njarðvíkurslipp þegar þessi mynd var tekin.

Nöfn: Sólborg SU202, Sigurborg í Dal ÍS 83, Svanborg ÍS 83, Lárberg SH 275, Valdimar AK 15, Marvin AK 220, Hafbjörg SL 154 og loks Sigurvin GK 51.

Heimildir:
Þorgeir Baldursson - http://thorgeirbald.123.is/blog/record/329138/

Íslensk skip, bók 4, bls. 56, Sólborg SU 202.

22.09.2015 12:12

Silla HF 21

6140  Silla HF 21 ex Kópur HF 17
Smíðaður af Eyjólfi Einarssyni í Hafnarfirði 1980.  Eik og fura.  3,74 brl. 30 ha. Yanmar vél.
Hét Kópur HF 17, eigandi Bjarni Bjarnason Hafnarfirði frá 22. ágúst 1980.  Bjarni seldi bátinn 29. október 1986, Sævari Hannessyni, Garðabæ.  Báturinn heitir Silla HF 21 og er skráður í Hafnarfirði 1997.
Í dag er búið að úrelda bátinn.  Hann er farinn að láta talsvert á sjá eins og sjá má.  Man ekki hvað núverandi eigandi heitir?

Upplýsingar:
Íslensk skip, bátar.  2. bindi bls. 36, Kópur HF 17, 6140
 


6140 Silla HF 17, Hafnarfjörður 04. mars 2012

21.09.2015 12:43

Sílið

Nýsmíðin sem ég sá í Hafnarfjarðarhöfn 14. nóvember 2010 s.l. ber nafnið Sílið.  Sá sem smíðaði bátinn er Björn Björgvinsson.  Björn fær orðið:

Tilurð Sílisins er sú að ég tók þátt að hluta í Reykhólaverkefninu hér fyrir nokkrum árum en gat ekki sinnt því nógu vel . En það varð til þess að ég fór að hugsa um að það gæti verið gaman að klambra saman svona litlum bát við tækifæri. Með minkandi vinnu á þessu ári þá gafst þetta tækifæri núna í vor.

Helstu mál Sílisins eru 5m. að lengd miðað við ytri brún á saumfari, breidd er 1,74m. miðað við ytri brún á byrðing og dýpt er 0,74m. frá efri brún á skjólborði og ofan á kjöl.  Umför eru 8 og efni er fura nema í böndum en í þeim er eik.  Það er vél í bátnum en það er utanborðsmótor sem er settur í stokk að færeyskri aðferð.  Mótorinn er af HIDEA gerð 15Hp. fjórgengis.

Kjölurinn var lagður í apríl og sjósetning núna í byrjun október.


08.12.2010 Ræddi við Björn bátasmið sem sagði Sílið komið í hús núna og hann kvaðst ætla að lagfæra hann aðeins.  Í ljós hafi komið að böndin í bátnum væru of veigalítil og kvaðst Björn ætla að skipta þeim út.  Þá kvaðst hann ætla að hækka borðstokkinn og við það myndi Sílið taka smáveigilegum breytingum.  Aðspurður um söluna á bátnum kvaðst Björn eiginlega verið fallin frá því að selja bátinn.  Fengi ekki það mikið fyrir hann núna á þessum tíma.  

Meðan ég skrifa þetta finnst mér það svolítið gaman að segja að saga þessa báts er farin af stað.  Eftir að hafa verið settur á flot þá koma fram atriði sem smiðurinn vill laga.  Fyrsta breytingin á bátnum er hafin.  Varla hægt að tala um breytingu þar sem síðasti naglinn var nánast settur í gær.  Auðvita þarf að prufa og sjá hvort eitthvað mætti betur fara og er þetta liður í því.  Hins vegar þá er búið að festa bátinn á mynd og þegar næst verður tekin mynd af honum þá verður hann eitthvað öðruvísi útlits.

Það verður gaman að fylgjast með þessum bát næstu árin/áratugina og uppfæra alltaf söguna. 
 


Sílið í Hafnarfjarðarhöfn 14. nóvember 2010


Handbragðið er í lagi.

24. janúar 2011 var Sílið sett á flot aftur eftir breytingar.  Samkvæmt því sem Björn sagði þá eru helstu breytingar þær að skjólborð var hækkað og bönd voru styrkt.  Aðrar breytingar eru þær sem ég sá að búið er að smíða kassa utan um utanborðsmótorinn, breyta stýrinu, sem Björn gerði svo aftur þann 25. janúar 2011, setja mastur og seglbúnað, setja spjót framan á bátinn.  Útlit bátsins hefur því breysti talsvert.  Björn fór smá túr í dag, 25. janúar 2011, með aðstoðarmann frá Siglingaklúbbnum.  Ætlunin var að prófa seglbúnaðinn, gaffalseglið.  Ekki gekk það upp sem skildi því það var blankalogn.  Búnaðurinn var þó settur upp og kvaðst Björn hafa séð smávegis sem þyrfti að laga varðandi böndin á seglbúnaðinum en svo væri bara að prófa bátinn þegar vindur er.


Sílið, Hafnarfjörður 25. janúar 2011

Björn hafði samband við mig í gær, 02.02.2011 og tilkynnti mér að nýr eigandi væri af Sílinu.  Nýr eigandi heitir Ingvar Jakobsson.  Báturinn heldur nafni og verður staðsettur á Miðfirði og heimahöfn Hvammstanga.

Heimild Rikki rikk

20.09.2015 10:54

Skrauti SH 133

Stærð 1,75 brl. Mahogní krossviður.  10 ha. SABB vél.  Opinn bátur, trilla.
 
Smíðaður í Framnesi á Hvammstanga 1978 af Eðvarði Halldórssyni fyrir séra Gísla Kolbeins, Stykkishólmi sem átti bátinn í 14 ár.  Seldur þann 31. október 1992 Gunnari Eiríki Haukssyni, saman nafn og númer, Skrauti SH 133 5914.
 
Í bók nr. 3, Íslens skip bátar kemur fram að Skrauti sé skráður í Stykkishólmi 1997.
Á heimasíðu aba.is kemur fram um Skrauta að Gunnar Eiríkur Hauksson hafi átt bátinn frá 1992 og það sem eftir var af líftíma hans.
Báturinn hét Skrauti SH 133, Stykkishólmi er hann var felldur af skripaskrá 10. ágúst 1998 með þeirri athugasemd að hann hafi ekki verið með haffæri síðan 1981.
 
Heimild
Íslensk skip bátar, bók nr. 3
aba.is
 
Skrauti SH 133, Stykkishólmur 24. júlí 2012

18.09.2015 12:12

Snöggur Grundarfirði

6208 Snöggur SH 276
Smíðaður í Hafnarfirði 1979 í Bátalóni.  Eik og fura.  2,27 brl. 20 ha. Bukh vél.  Báturinn hét Svanur GK 205.  Eigandi Tómas Guðmundsson, Guðmundur K. Tómasson, Haraldur Tómasson og Róbert Tómasson, Grindavík frá 28. maí 1979.  Seldur 27. apríl 1983 Bjarna Bjarnasyni, Húsavík.  Báturinn heitir Sif ÞH 169 og er skráður á Húsavík 1997. Þröstur Sigmundsson eignast bátinn, kaupir hann af dánarbúi. 

Vorið 2011 kaupir Þorgrímur (Toggi) Kolbeinsson bátinn af Þresti frænda sínum.  Neglir hann allan upp, skefur og málar.  Í bátunum var dýptarmælir og áttarviti.  Toggi setti nýja geyma í bátinn, siglingartæki og björgunarbát.  Vorið 2012 keypti hann tvær nýjar sænskar rúllur í bátinn.  Vorið 2012 var fjárfest í 2 nýjum rúllum, sænskum.Hann kvaðst ætla að taka upp vélina í vetur, smíða nýtt stýrishús, lunningar og skjólborð.

 Í mars og apríl 2013 var allt rifið af bátnum s.s. stýrishús, lunningar, skjólborð og vélarkassi. allt var þetta smíðað upp á nýtt og húsið látið ná allveg þvert yfir bátinn og nú er gengið inn í það að framanverðu. einnig var nýr vélakassi gerður sem að er ekki hálfur inn í stýrishúsið og þarf ég því ekki lengur að hlusta á vélina allan daginn. Hann var smíðaður VEL rúmur og átti það eftir að koma sér vel. Vélin sem var bukh dv 20 var tekinn upp og skipt m.a. um hringi sleevar, dæluhjólin ofl. ventlar ath. sem og spíssar. Nýr 24v altenator var settur við vélina frá þeim í Ásco á Akureyri og eiga þeir hrós skilið fyrir besta verðið á 55amp 24v sem og ódýrustu. reimskífunni eða 2500. og þeir eru nú ekki í rvk!  jæja eftir góða byrjun á strandveiðum Vélbúnaðarlega séð þá missti ég alla olíu af vélinni og braut hringi og rispaði slívarnar.  Þar fór það, leiðinlegt þar sem farið var í þetta sem fyrirbyggjandi aðgerðir en ekki var hægt að gráta það og ákvað ég að láta reyna á nágranna minn á Holti og keypti með hjálp góðra manna nýja 58hp TD marine vél sem er kínversk og var klárað að setja hana niður. Hrólfur og co í vélsmiðjunni Berg í Grundarfirði. Nú er bara að smíða nýtt lok á vélakassann þar sem nýja vélinn er töluvert stærri en passaði þó niður í nýja stóra vélakassann.

 


Snöggur SH 276.  Grundarfjörður 07. apríl 2012

17.09.2015 11:46

Eitt flottasta bátavélasafn landsins til Reykhóla

Í dag er verið að aflesta tvo stóra bíla við báta og hlunnindasýninguna og farmurinn er, 150 bátavélar. Þannig vill til að bátavélasafn Þórhalls Mattíassonar á Akureyri hefur verið gefið safninu á Reykhólum til sýningar. Þórhallur hefur safnað þessum vélum á undanförnum árum og er hafsjór af fróðleik um þær, sem hefur verið samviskulega skráður niður og fylgir að sjálfsögðu með sýningunni. . Vélarnar eru listilega vel gerðar upp og þarna eru tegundir sem ég hef aldrei heyrt nefndar og aðrar sem algengastar voru. Vélasafnið er sennilega það stærsta í einkaeigu á landinu og er mikill fengur fyrir okkur hérna á svæðinu. Véla safnið kemur til með að gera þá sýningu sem fyrir er enn skemmtilegri og fróðlegri fyrir þá gesti sem sækja okkur heim. Nú tekur við mikil vinna í húsnæðinu til að koma vélasafninu til sýningar en ætlunin er að opna hana næsta vor og verður hún staðsett á neðri hæð báta og hlunnindasýningarinnar. Vil ég nota tækifærið og þakka Þórhalli fyrir það traust sem hann hefur sýnt okkur með afhendingu safnsins, trausts sem við vonandi getum staðið undir með glæsilegri sýningu á komandi vori.

 
 
 

 

 

16.09.2015 12:11

Soffíubáturinn, Siglufirði

Þetta mun vera eftirgerð af bát Soffíu Jónsdóttur en fyrirmyndin var smíðuð af Gunnari Jónssyni skipasmíðameistara 1934.
 
Soffíubátur, smíðaður 1934.  Fura, Súðbyrðingur.
Báturinn var smíðaður fyrir Soffíu Jónsdóttur, Staðarhóli gegnt Siglufjarðarkaupstað og var hann lengst af í hennar eigu.  Bátinn greiddi Soffía með mjólkurpeningum.  Árið 2009 var báturinn í vörslu Sjóminjasafns Siglufjarðar.  
 
 
Eftirgerð af Soffíubátnum.  Siglufjörður 06. ágúst 2013

15.09.2015 12:07

Sprengur.

Sprengur var smíðaður í Noregi.  Ekki alveg vitað hvaða ár en hann var orðin nokkurra ára þegar hann kom til Íslands.
 
Árið 1928 kaupir Bæring Þorbjörnsson sjómaður árabát, fjögurra manna far sem hann skýrði Unu, setti í hana vél eftir tvö ár og réri á henni svo vor, sumar og haust, svo til stanslaust til 1986 eða í 58 ár.  Stríðsárin 1939-1945 réri hann þó á Unu allt árið.  Það þótti með ólíkindum hve Bæring sótti sjóinn fast á þessum litla bát og kalla menn við Djúp þó ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Síðustu árin var komið á bátinn stýrishús.

Um 1990 eignast Jóhann Zakarias Karlsson skipasmiður bátinn.  Hvort faðir hans, Karl Leví Karlsson hafi eignast hann fyrst get ekki svarað en eitt veit ég að báturinn var settur í geymslu hjá Bátastöð Jóns Ö Jónassonar í Elliðavogi og var þar næstu árin.
 
Jóhann Z Karlsson starfaði sem skipasmiður hjá Bátastöðinni 1989-1997, á þeim tíma gerði hann Unu upp frá grunni.  Er báturinn var nær tilbúinn var hann fluttur í geymslu upp í Hvalfjörð.   Þetta var í ársbyrjun 1997 er Bátastöðin hætti starfsemi.
 
Árið 2008 eignast Hjalti Hafþórsson bátinn og lagfærði það sem þurfti.  Hjalti á bátinn enn í dag.
 
- o -
 
Misskilningur virðist hafa verið uppi um hvaða bátur Sprengur væri og í fyrstu héldu menn að þarna væri Helga ÍS á ferðinni.  Ég fékk upplýsinar frá Jóhanni Z Karlssyni fyrrverandi eiganda um að Sprengur gæti ekki verið Helga því það hafi annar bátur verið smíðaður upp úr Helgu, sá heiti Boði og það væri bróðir Jóhanns sem eigi Boða.  Þá vitum við það, Sprengur = Una en ekki Helga.  
 

Til gamans langar mig að setja hér inn litla frásögn af því af hverju báturinn heitir Sprengur.  

Báturinn fékk nafnið Sprengur af því að árið 2009, þegar var verið að klára smíði bátsins að þá voru þeir sem gerðu bátinn upp alveg í spreng við að klára bátinn fyrir bátadaga 2009.  Félagar Hjalta gáfu því bátnum nafnið Sprengur og hefur báturinn verið kallaður Sprengur síðan.
 
02. október 2011 talaði ég við Hjalta.  Hann kvaðst hafa skipt út efri hluta afturstefnis í vor, þá hafi hann sett í bátinn 8 ha. Sabb vél frá 1968 og skiptiskrúfu.  Það hafi verið 1 cy. Buck vél í bátnum áður.
 


Sprengur á bátadögum 2010 við Flatey á Breiðafirði.

Heimild: Rikki R 

14.09.2015 10:57

Steingrímur EA 644

Stein­grímur EA-644.   ( 5424 )

Smíðaður árið 1933 af Steingrími Hallgrímssyni, Látrum.  Stærð: 1,43 brl. Fura og eik. Opinn súðbyrðingur. Fiskibátur. Trilla.  Smíðaður til eigin nota. Stein­grímur átti bátinn í rúm tvö ár.  Að smíði bátsins með Stein­grími vann Stefán Björns­son, Litla Svæði Greni­vík.

Hér að neðan verður rakin sigling bátsins, eins og hún er best vituð, í mikið hamfaraveðri sem gekk yfir landið laugardaginn 14. desember 1935. Veðrið olli stórfelldum mannskaða og fjártjóni víða á landinu og við strendur landsins.   Áður en óveðrið skall á fóru feðgarnir á Látrum á Látraströnd, Steingrímur Hallgrímsson og sonur hans Hallur á trillunni Steingrími EA-644 inn að Grímsnesi og hefur verið almælt að þangað hafi þeir farið gagngert til að sækja kind, sem þeir áttu þar. Steingrímur Jónsson, seinasti ábúandi á Grímsnesi, flutti til Dalvíkur 1938 tjáði nábúa sínum á Dalvík, Kristjáni Þórhallssyni, þá þessa atburði bar á góma að ekki væri rétt með farið að feðgarnir hafi gert sér ferð eftir kindinni. Sannleikurinn væri sá að feðgarnir hefðu að morgni dags farið í verslunarferð til Hríseyjar en til Látra komnir aftur hefði komið í ljós að gleymst hafði að kaupa olíu fyrir heimilið. Þeir hefðu því rennt á bát sínum inn að Grímsnesi gagngert til að fá lánaða olíu. Hitt væri svo aftur annað mál að kind sína, sem þvælst hafði saman við féð á Grímsnesi, tóku þeir einnig um borð í því augnamiði að koma henni til síns heima. 
Er báturinn kom aftur út að Látrum var landtaka ófær vegna brims og stórviðris. Heimilisfólkið á Látrum var komið í fjöru til að taka á móti bátnum en þegar hann hvarf þeim sjónum taldi fólkið hann genginn undir og þá feðga tínda skammt frá landi.  
Síðar kom í ljós að svo var ekki því að báturinn hélst ofansjávar frá Látralendingu og inn að Knarrar­nesi neðan Víkur­skarðs.

 
Sigling bátsins þótti með miklum ólíkindum og er nokkuð ljóst að þarna hefur farið saman góð hönnun og smíði á bátnum svo og frá­bær stjórnun hans.  Svo ótrúleg sem siglingin á þessari smáskel inn allan Eyjafjörð í hamfaraveðri og stórsjó verður að teljast þá hefur ekkert getað bjargað bátnum á land upp annað en kraftaverk.   Óskemmdum komu þeir feðgar bátnum í fjöru "utan á Knarrar­nesi, sem er skammt utan við Garðsvík á Svalbarðsströnd" eins og Dagur orðar það 19. desember 1935. Við nesið er fremur aðgrunnt og brýtur því all langt norður og út af því. 

Frásögn "Dags" um að báturinn hafi tekið land utan eða norðan á Knarranesinu er sennilega til komin vegna ókunnugleika greinarhöfundar á staðháttum.  Framan á nesinu eru breiðar klappir og út frá þeim ganga Ytri- og Syðri Knarranesboðar.  Í miklu brimróti er þar engu fleyi fært.  Góð lending er í þröngri vör innan á nesinu meðan ekki brýtur af innri boðanum fyrir hana.  Til vitnis um að báturinn lenti innan á nesinu er Anna Axelsdóttir, Finnastöðum Látraströnd sem hefur það eftir foreldrum sínum, en móðir Önnu var dóttir Steingríms og systir Halls, svo og eftir dóttur Halls að lendingarstaðurinn hafi verið innan á Knarranesi.  Leiða má líkum að því að fjaran innan á nesinu hafi verið eini hugsanlegi lendingarstaðurinn við Eyjafjörð, sem einhver möguleiki var a að koma bát óbrotnum á land í því brimróti og veðurham, sem þarna var við að etja.

 
Á sunnudagsmorgni fann bóndinn í Miðvík bátinn á Knarrarnesinu og í honum Steingrím örendan. Var hann með áverka á höfði og lagður til í bátnum. Strax á mánudagsmorgni leituðu 15 menn frá Svalbarðsströnd Halls en fundu ekki. Daginn eftir var sendur bátur frá Akureyri með fjölda leitarmanna til aðstoðar leitarmönnum frá Svalbarðseyri. Leituðu 80 manns þann dag allan en árangurslaust. Álitið var að Hallur hefði hrakist í sjóinn en svo reyndist ekki því að hann fannst um vorið og þá nokkuð langt til fjalla.  Til marks um veðurhaminn þá hefur Aðalgeir Guðmundsson sagt skrásetjara að faðir hans Guðmundur Jóhannsson, útvegsbóndi í Saurbrúargerði, hafi komið innan af Svalbarðsströnd í þessu veðri. Þrátt fyrir að Guðmundur þekkti hvern stein í Ystuvíkurhólunum þá treyst hann sér ekki yfir hólana vegna veðurofsa en þræddi þess í stað sjávarbakkann þar til hann vissi sig kominn niður af bænum. Þar kleif hann nyrsta rinda hólanna og komst við illan leik til síns heima. 
 
Það er aftur á móti af Steingrími EA-644 að segja að hann komst í eigu Valgarðs Sigurðs-sonar, Hjalteyri og er á hann skráður 1940 og síðan endurskráður á sama mann 1985.  Báturinn datt út af skipaskrá í fjögur ár en ekki er vitað á hvaða tímabili það var.
Árið 1990 seldi Valgarður bátinn Haraldi Jóhannessyni, Borgum, Grímsey. Mestan tíma sinn í Grímsey var báturinn inni í skúr hjá Haraldi þar sem skoðunarmaður Siglingastofnunar var tregur til að gefa honum skoðunarvottorð nema að undangengnum einhverjum lagfæringum.
Þegar báturinn hafði dvalið í þrjú ár í Grímsey var hann tekinn af skipaskrá 1993 og gefinn Sjóminjasafninu á Húsavík þar sem hann ber nú hönnuði sínum og smiðum verðugt vitni.
 


Steingrímur EA 644, Húsavík 18. júlí 2011

Aðeins um bátasmiðinn

Stein­grímur Hall­gríms­son, Látrum Látraströnd.   ( 1874 - 1935 )
Stein­grímur Hall­gríms­son, sem bjó á Skeri og á Látrum, Látra­strönd fékkst tölu­vert við báta­smíðar en heimildir nafn­greina fáa þeirra. Ljóst má þó vera að ára­báta hefur hann smíðað svo sem flestir, sem lögðu báta­smíðar fyrir sig en slík iðja var stunduð á öðrum hverjum bæ Látra­strandar.
Vitað er um einn ónafngreindan árabát, sem Steingrímur smíðaði fyrir Árna Jónsson, Syðriá Kleifum Ólafsfirði svo sem frá er greint í "Byggðin á Kleifum" eftir Friðrik G. Olgeirsson.
Telja má nokkuð víst að bátar sem skráðir eru smíðaðir í Grýtubakkahreppi og tengjast nafni Skers eða Steingrímur séu smíðaðir af honum.

Upplýsingar fengnar af vef Árna Björns  aba.is og rikkir.123.is